Pages

Saturday, March 3, 2012

Erzberg Rodeo XVIII

Ég og Jón Gísli frændi minn höfum verið að gæla við þá hugmynd að taka þátt í Erzberg Rodeo einhvern tímann. Flestir hjólamenn hafa heyrt um þessa keppni en hún er haldin árlega í Austurríki. Keppnin er svokölluð extreme enduro keppni og er sögð vera erfiðasta einsdags enduro í heimi. Ekki veit ég með það en í fyrra kláruðu 9 manns keppnina af þeim 500 sem hófu leik. Keppnin er í grófum dráttum þannig að ca. 1500 keppendur eru skráðir til leiks ( það er hámarksfjöldi ) og eru keyrðar undanrásir á föstudegi og laugardegi, undanrásirnar eða Iron Road prolog eru keyrðar á rúmlega 13 km. löngum vegi sem hlykkjast upp hið fræga Erzberg fjall. Hver keppandi fær tvær tilraunir, eina á föstudeginum og eina á laugardeginum, 500 bestu tímarnir komast í aðalreisið á sunnudeginum, Red Bull Harescramble, þar hafa menn 4 klukkutíma til að komast í mark. Nú síðasta haust opnaði á skráningu í október og lét ég vaða á þetta og prófaði að skrá mig, ég náði inn og nú er undirbúningur hafinn fyrir þátttöku, ég er búinn að fá send tilheyrandi skjöl í tölvupósti, búinn að fá keppnisnúmer ( 261 ) og búinn að borga keppnisgjöld 297 evrur fyrir allann pakkann, þ.e. undanrásir, aðalkeppni og Rocket Ride sem keyrt er á fimmtudeginum (meira um það síðar). Jón Gísli frændi kemst því miður ekki í ár en hann er staðráðinn í að fara seinna.

Kallinn kominn á startlistann

No comments:

Post a Comment