Pages

Saturday, April 28, 2012

Kassi

Kassinn sem Gasið verður flutt í nánast tilbúinn, aðeins eftir að henda nokkrum skrúfum í þegar hjólið er komið í. Svo verður væntanlega sett með eitthvað tilbehör, verkfæri, standari, svefnpokar og eitthvað drasl.


Thursday, April 19, 2012

Tækni

Þetta þurfa allir hardenduro menn að kunna

Dót



Jæja þá er maður eitthvað byrjaður að ná sér í eitthvað af dótaríi fyrir hjólið, kíkti á Jón Magg um daginn og fékk hjá honum tannhjól fyrir prologið, 46 tennur, ætti að ná eitthvað meiri hraða með því. Eins og er þá toppar gasið í 130 km. hraða, sem er svo sem andskotans nóg, en kannski gott að ná aðeins meiri hraða þannig að maður verði allavega almennilega hræddur!! Tók líka kúplings- og bremsuhandfang til að hafa til vara, og svo var náttúrulega keyptur keppnis dekkjagangurinn, Pirelli Scorpion að sjálfsögðu! Ný keðja  og nýtt afturljósa- númeraplötubracket. Eitthvað sér nú á plastinu á greyinu og spurning hvort ekki þurfi að dressa Gasið eitthvað upp? Svo þarf maður nú fljótlega að fara að huga að smíði á kassa fyrir flutninginn.
Tannhjólið fyrir prologið

Góssið