Pages

Friday, March 9, 2012

Tips

Ég spjallaði við mann frá Swazilandi í Afríku sem var í Erzberg í fyrra, hann komst ekki upp úr Prologinu og hann sagði mér að það sem þarf að æfa til að ná í gegn eru flatar beygjur, en í Prologinu er ekinn langur vegur upp fjallið með mörgum s.k. hairpin beygjum eða 180 gráðu beygjur og mikilvægt að ná að halda góðri ferð í gegnum þær. Hann sagði mér líka að það væri mikið af hröðum gæjum þarna sem væru svo kannski ekkert sérstaklega góðir í tæknilegum akstri. Hann keppti á lánshjóli með stock gírun eða 48 tennur að aftan, og mælti með að fara kannski í 46 tennur fyrir Prologið en skipta svo aftur í 48 eða 50 fyrir Hare scramble.

No comments:

Post a Comment