Pages

Sunday, May 27, 2012

Hermann lagður í hann

Þá er Hermann lagður í hann, afhentur eimskipsmönnum í dag og fer hann af stað með Dettifossi þann 31.


Wednesday, May 23, 2012

Takmarkið!


Kassavanur

Þá er búið að koma Hermanni í kassann, og fer bara nokkuð vel um hann. Nú er í mörg horn að líta, búið að funda með Bjarka á Eimskip og er þetta ekki mikið mál á þeim bænum (enda Bjarki af þeim eðalárgangi '72). Skila til hans á morgun eyðublaði fyrir farartækjaflutning, ná í veðbókarvottorð, koma restinni af gírnum í kassann og fara svo að huga að því að koma öllu saman á vöruafgreiðsluna í bænum.



Tuesday, May 22, 2012

Hermann að verða klár í slaginn

Þá er Hermann að verða klár, ný dekk sett undir í dag, Pirelli Scorpion hardendurodekk frá JHM að sjálfsögðu, tvöföld slanga í að framan, ný keðja, nýtt tannhjól, nýr bensínbarki (loksins kominn í, búinn að eiga hann lengi), ný grip (reyndar búinn að eiga þau lengi líka), nýr main jet og svo var meikaður tug-strap. Svo var að sjálfsögðu sett ný olía. Svo er planið að Koma Hermanni í kassann á morgun og gera klárt fyrir flutning.
AFAM tannhjól og Regina keðja

Pirelli Scorpion 120/100-18

Pirelli Scorpion 80/100-21

Progrip 788 Triple density, þessi fengust hjá Sigurjóni þegar hann seldi mótorhjóladót, svo voru lokuðu handhlífarnar fengnar að láni af Húsku

Nýr bensínbarki

Home made tug strap, viljandi hafður frekar langur

Svo var að sjálfsögðu sjænað létt yfir

Thursday, May 17, 2012

Hard æfing

Team Frændi tók hard æfingu í kvöld og var tekið vel á því. Hirðljósmyndari háaskála mætti á svæðið og smellti nokkrum, það verður gaman og verðmætt að hafa Jón Högna með í Erzberg túrnum í ár. Hér eru nokkrar góðar.




Hvað rekur þessa menn áfram?

Wednesday, May 16, 2012

Paul Bolton



 Ekki eru allir topp hardenduro mennirnir atvinnumenn, Paul Bolton er til dæmis trukkamekki að atvinnu, hann fær að vísu hjól til afnota frá EuroTek KTM og eitthvað smá dótarí frá Alpinestars, en kallinn þarf sjálfur að borga þátttökugjöld í keppnum, ferðakostnað og annað sem til fellur. Þrátt fyrir þetta hefur hann náð á verðlaunapall í nokkrum stórum keppnum, Hér er skemmtilegt viðtal við kappann.

Tuesday, May 15, 2012

Erzberg Rodeo live!

Startlistinn tilbúinn


Þá er startlistinn 2012 tilbúinn, 1500 keppendur af 41 þjóðerni og frá 4 heimsálfum. Um 2000 fylgjendur og mörg þúsund áhorfendur. Flestir toppökumenn frá í fyrra eru á listanum, t.d. Jarvis, Lampkin, Knight, Lettenbichler, Galindo, Walker og fleiri góðir, sem sagt rjóminn úr hardenduro heiminum, Taddy verður ekki með í ár vegna endurocross seríunnar í USA, en það er keppni í henni á sama tíma.
Skoða má listann hér:
http://erzbergrodeo.at/en/erzbergrodeo/for_riders/starterlist_2012

Saturday, May 12, 2012

Van Diesel

Þá er búið að bóka bílinn, fékk van á fínu verði, ótakmarkaðir kílómetrar innifaldir hahaha, enda nokkrir sem á eftir að leggja að baki.
Ford Transit eða sambærilegur

Wednesday, May 2, 2012

Gasið skverað

Gasið aldeilis orðið flott núna, það er náttúrulega ekki hægt annað en að líta sómasamlega út í Erzberg. Þannig að úr varð að kaupa nýtt plast kitt á hjólið og varð race kittið fyrir valinu enda hrikalega flott lúkk. Photobucket Photobucket