Pages

Friday, March 16, 2012

Hver andskotinn!!

Beygjur

Kíkti upp á hraun um daginn til að athuga hve slakur ég væri í flötum beygjum, fann fínan stað til að prufa að koma á ferð, bremsa og taka 180° beygju, hreint ekki mjög auðvelt að halda hraða í gegnum svona beygju! En gaman að slípa sig til í tækninni og verður þetta eitthvað sem verður æft meira þegar tími og veður gefst til.

Friday, March 9, 2012

Tips

Ég spjallaði við mann frá Swazilandi í Afríku sem var í Erzberg í fyrra, hann komst ekki upp úr Prologinu og hann sagði mér að það sem þarf að æfa til að ná í gegn eru flatar beygjur, en í Prologinu er ekinn langur vegur upp fjallið með mörgum s.k. hairpin beygjum eða 180 gráðu beygjur og mikilvægt að ná að halda góðri ferð í gegnum þær. Hann sagði mér líka að það væri mikið af hröðum gæjum þarna sem væru svo kannski ekkert sérstaklega góðir í tæknilegum akstri. Hann keppti á lánshjóli með stock gírun eða 48 tennur að aftan, og mælti með að fara kannski í 46 tennur fyrir Prologið en skipta svo aftur í 48 eða 50 fyrir Hare scramble.

Wednesday, March 7, 2012

Tölur og staðreyndir

Tölur og staðreyndir um ERZBERGRODEO
(Tekið af www.erzbergrodeo.at  sorry,nennti ekki að þýða)

·        45.000 spectators on 4 days
·        1.500 riders from 35 nations
·        1.000 riders on the waiting list
·        4.000 entourage
·        300 crew members
·        100 Tourguides
·        100 emergency staff (Mountain Rescue Service, Red Cross & paramedics)
·        6 helicopters
·        30 camera operators
·        400 journalists from 28 nations
·        Race office & organisation headquarters
·        Press- & Media Headquarter
·        Special Guest Lounge
·        Festival marquee for 4.000 people
·        Info-Point for visitors
·        Parking area for 10.000 cars & bikes
·        Shuttle-Busses for visitors
·        Camping sites
·        Tourist office in the center of Eisenerz
·        3 rider paddocks
·        Family-Paddock
·        ERZBERGRODEO-TV: Live broadcast inside the Erzberg-Arena,
·        in the festival marquee, media center and Iron Peak area
·        Stage truck with 30m2 daylight videowall
·        Factory Team presentation and signing hours
·        Endurocross racetrack
·        Freestyle-MX Zone
·        Promotion area for Erzbergrodeo partners
·        Extended merchandising area
·        Helicopter flights and 4WD-Offroad tours
·        Motorcycle adventure-tours (for up to 300 people/day)
·        SMS-Messaging at the videowall
·        Webcam LIVE-broadcast at www.erzbergrodeo.at

Gestabók

Búinn að setja gestabók á síðuna ( hlekkur efst á síðunni ), endilega skilja eftir komment, eða spurningar ef menn hafa einhverjar. Gaman væri líka að vita hvort einhver af klakanum hefur tekið þátt í þessari keppni, ef þið vitið um einhvern þá endilega að láta vita. Takk fyrir.

Rocket Ride

Að sjalfsögðu skráði maður sig í allann pakkann á Erzberg og þar er byrjað á Rocket Ride. Það var fyrst haldið 2009 og hefur verið mjög vinsælt síðan, yfir 300 ökumenn taka þátt, fyrir framan þúsundir áhorfenda, í þessu magnaða hillclimb Erzberg style! Keppnin snýst um að sigra þriggja hæða brekku á sem skemmstum tíma. Sex ökumenn stilla upp í einu, mx-style á starthliði, þrír fyrstu fara áfram í næstu umferð. Hver ökumaður fær tvær tilraunir til að komast í úrslit, svokallað Superfinal, þar sem 48 fljótustu keppa um bikarinn.

Sunday, March 4, 2012

Þátttöku yfirlýsing

Svona lýtur þátttöku yfirlýsingin út.

Smellið til að sjá stærri

Saturday, March 3, 2012

Team

Það er að myndast team á þessu, en með mér sem aðstoðarmaður og sérlegur ljósmyndari verður Jón Högni Stefánsson. Ekki er hægt að sleppa því að nefna það að Eimskip ætlar að styðja mig í þessu ævintýri, en þeir ætla að koma Gasinu út og heim aftur, og er Bjarki Guðna svæðisstjóri hjá Eimskip í Eyjum búinn að vera frábær í þeim málum.


Erzberg Rodeo XVIII

Ég og Jón Gísli frændi minn höfum verið að gæla við þá hugmynd að taka þátt í Erzberg Rodeo einhvern tímann. Flestir hjólamenn hafa heyrt um þessa keppni en hún er haldin árlega í Austurríki. Keppnin er svokölluð extreme enduro keppni og er sögð vera erfiðasta einsdags enduro í heimi. Ekki veit ég með það en í fyrra kláruðu 9 manns keppnina af þeim 500 sem hófu leik. Keppnin er í grófum dráttum þannig að ca. 1500 keppendur eru skráðir til leiks ( það er hámarksfjöldi ) og eru keyrðar undanrásir á föstudegi og laugardegi, undanrásirnar eða Iron Road prolog eru keyrðar á rúmlega 13 km. löngum vegi sem hlykkjast upp hið fræga Erzberg fjall. Hver keppandi fær tvær tilraunir, eina á föstudeginum og eina á laugardeginum, 500 bestu tímarnir komast í aðalreisið á sunnudeginum, Red Bull Harescramble, þar hafa menn 4 klukkutíma til að komast í mark. Nú síðasta haust opnaði á skráningu í október og lét ég vaða á þetta og prófaði að skrá mig, ég náði inn og nú er undirbúningur hafinn fyrir þátttöku, ég er búinn að fá send tilheyrandi skjöl í tölvupósti, búinn að fá keppnisnúmer ( 261 ) og búinn að borga keppnisgjöld 297 evrur fyrir allann pakkann, þ.e. undanrásir, aðalkeppni og Rocket Ride sem keyrt er á fimmtudeginum (meira um það síðar). Jón Gísli frændi kemst því miður ekki í ár en hann er staðráðinn í að fara seinna.

Kallinn kominn á startlistann