Flottar myndir hér
Tuesday, July 10, 2012
Friday, June 15, 2012
Erzberg Rodeo XVIII
Þá er þessu ævintýri lokið. Eiginlega má segja að þetta hafi allt hafist í október í fyrra þegar opnað var á skráningu í Erzberg, ég var úti á sjó, sem betur fer í sæmilegu netsambandi, og skráði mig strax þegar það var opnað, sem var eins gott því aðeins tók um 45 mínútur að seljast upp. Svo tók við undirbúningur og skipulagning sem hefur að nokkru verið rakinn hér. Seinnipartinn 4. júní var svo lagt í hann frá Eyjum og beint til Keflavíkur, hjólið fór með Dettifossi tæpri viku fyrr. Flogið út rétt fyrir kl. 1 eftir miðnætti 5. júní og lentir í Hamborg í bítið. Hótel Fíat pikkaður upp, gist í Hamborg og næsta morgunn náð í Hermann.
Hótel Fíat |
Fimm stjörnu |
Allt gekk vel fyrir sig við afgreiðsluna á Hermanni og héldum við af stað af hafnarbakkanum. Komum við að tollhliði og vorum sendir í skoðun, þá byrjaði fjörið. Á tollsvæðinu voru tugir trukka sem voru að bíða eftir tollskoðun, og við tók fimm klukkustunda bið í sveittu herbergi eftir afgreiðslu, en aðal vesenið var að ekk var skráningarskýrteini meðferðis fyrir Hermann, Klúður!!. Þetta kostaði það að við komumst ekki af stað fyrr en um þrjú leitið á miðvikudeginum. Og þá tók loksins við 1040 km. akstur til Austurríkis. Gekk aksturinn ágætlega og vorum við komnir til Eisenerz upp úr kl. 2 um nóttina, þar var fíatinum lagt í stæði, dýnurnar blásnar upp og skriðið í pokann.
Fimmtudagur.
Svo var bara vaknað eldsnemma, keppnissvæðið fundið, komið sér fyrir á keppendasvæðinu, Hermann tekinn úr kassanum og settur saman og drifið sig í skráningu. Röðin í skráninguna var svakaleg! Og þar stóð ég algallaður í c.a. tvo klukkutíma í glampandi sól og steikjandi hita, en planið var nefnilega að fara beint úr skráningunni í Rocket Ride-ið sem byrjaði kl. 12:00. Og þar mætti maður og var ekki einu sinni búinn að sjá brekkurnar fyrir keppni! Þrátt fyrir það þá gekk ágætlega í Rocket Ride-inu komst upp allar brekkurnar í fyrsta heatinu, en þurfti að vísu að skjóta Hermanni síðasta spölinn. Eitthvað fipaðist kallinn í síðustu brekkunni í seinna heatinu og fór á hliðina, tók aðra tilraun og flaug upp án vandræða.
![]() |
Á uppleið |
![]() |
Hermanni skotið restina, þá var fagnað |
Rocket Ride var mjög skemmtileg keppni og endaði ég í 250. sæti af c.a. 450-500 keppendum. Fyrra heatið var ekið frá 12:00-15:00 og seinna frá 16:00-19:00, á milli heatanna var ekin skoðunar ferð upp Prolog brautina. Svo kl. 20:00 var Superfinal og var það frábær skemmtun að fylgjast með því, en sigurvegari í því var heimamaður, Seppi Fally.
Föstudagur.
Enn var vaknað snemma og nú til að gera sig kláran í Prologið. Ég var frekar lágt rásnúmer, eða 261, þannig að rástíminn í prologinu var c.a. 8:45-9:00 sem var mjög gott því að sem fleyri hjól keyra því verri verður brautin. Prologið er algjör GEÐVEIKI, keyrt alveg í botni 13 km. langan veg upp fjallið, en á þessum vegi skiptast á hraðir beinir kaflar, beygjur og sikk sakk milli malar ruðninga, á sumum köflum var maður á keyra á hnefastóru grjóti og jafnvel stærra, þarna vill enginn detta! Af 1800 keppendum í Prologinu var ég í 512. sæti á tímanum 0:13:29.4 sem dugði til að komast inn í Red Bull Harescamble á rásnúmerinu 499, en ekki eru allir sem taka þátt í Prologinu skráðir í Harescramble-ið, en þangað komast topp 500 tímarnir í Prologinu.
![]() |
Veðrið var frábært á föstudeginum en mikið ryk |
![]() |
Það var mikið adrenalín í Prologinu |
Kl. 19:00 var tekin hrikalega skemmtileg hópkeyrsla í gegnum bæinn, Sturm Auf Eisenerz/Raid On Eisenerz, þar tóku allir þátt sem höfðu eitthvað á hjólum til að taka þátt á, mikið fjör og fíflarí í gangi.
Þessi var skráður í Prologið |
Lagt í hópreiðina |
Ekki var allt ævintýri úti á þessum föstudegi, um kvöldið fórum við félagarnir að athuga með tímann í Prologinu sem var hengdur upp hjá race office um kl. 10. Þar var mikil örtröð þegar 1500+ ökumenn reyndu að komast að inni í litlu tjaldi þar sem blöðin héngu uppi, þegar við loks komumst að til að kíkja vantaði c.a. helmingin af blöðunum og engann tíma að sjá, fengum svo upplýsingar að heiman frá Jóni Gísla sem hafði farið á netið og séð úrslitin. Þegar við svo ætluðum að koma okkur upp á tjaldsvæði aftur var Hermann hvergi að finna........það var búið að STELA honum, nú voru góð ráð dýr, byrjaði ég á að tala við gæsluna sem hringdi í lögregluna. Lögreglan kom og fór ég með þeim í skýrslutöku. Svo upp úr miðnætti bárust fréttir af því að hugsanlega væri Hermann fundinn, fór ég með löggunni upp á tjaldsvæði og þar aðeins nokkrum bílum frá Hótel Fíat var Hermann. Hafði einhver draugfullur gaur tekið hann ófrjálsri hendi ekið honum upp á tjaldsvæði og var búinn að rífa af honum racenúmerin og tína transponder kortinu. En eftir að hringt hafði verið í Herra Katoch var ég fullvissaður um að ég gæti hjólað á morgun. Léttirinn var gríðarlegur þegar Hermann var fundinn og óhætt að segja að maður hafi verið svoldið þurr í kjaftinum þetta kvöld!
Laugardagur.
Rignt hafði um nóttina og rykið því í skefjum, aðeins dropaði þegar ég mætti á ráslínu fyrir seinni umferðina í Prololginu, fínar aðstæður. Átti ágætt rennsli og brautin bara nokkuð góð þrátt fyrir að hafa verið ekin c.a. 2000 sinnum. þegar seinni umferðin var u.þ.b. hálfnuð var komin úrhellisrigning og slæmt skyggni uppi á fjallinu og var hún því slegin af og gilti nú tíminn úr fyrri umferð hjá öllum.
![]() |
Á öðru hundraðinu |
![]() |
Laugardagurinn var blautur |
Sunnudagur.
Upp rann race dagur og byrjað á að fara á race office og fá ný númer. 499 "you're lucky" sagði daman þegar hún rétti mér númerin, hahaha. Svo var bara farið í pre-start og raðað á ráslínu. Fyrsta röð af stað á slaginu 12 og svo næstu raðir með um það bil 2ja mínútna millibili koll af kolli. Ég gleymdi auðvitað í öllu stressinu að kveikja á goproinum í startinu, en mér gekk fínt í startinu, Hermann fór ekki í gang í fyrsta kikki heldur öðru og svo var bara blastað, flaug upp allar fyrstu brekkurnar og náði að taka fram úr fullt af liði. Svo þegar aðeins lengra er komið byrja flöskuhálsarnir að myndast, og þegar maður kom í fyrsta skógarkaflann ver bara allt stíflað. Þá var bara reynt að komast framhjá mestu hrúgunni sem óhjákvæmilega leiðir til erfiðari leiða, með samvinnu komumst ég, austurrískur strákur og ítali, upp úr fyrsta skógarkaflanum og gegnum fyrsta checkpoint, Rocky Raccon, þaðan eftir grjótskriðu áfram og að checkpoint 2, Wasserleitung eða Waterpipe, sem er alveg svakaleg brekka sem margir áttu í vandræðum með. Var ég þar engin undantekning og komst þar upp í c.a. fimmtu tilraun. þar eftir tók við smá sprettur áður en maður stakk sér niður í annan skógarkafla, þegar hér var komið var farið að hellirigna og jarðvegurinn, grjótið og ræturnar á skógarbotninum orðið vægast sagt mjög sleipt, og auk þess lá leiðin upp mjög bratta brekku. Þegar örstutt var eftir í 3ja checkpoint, Burping Stones, fékk ég fréttir frá öðrum keppanda að búið væri að blása keppnina af vegna aðstæðna, 25 mín. fyrr en ætlað var. Þá var snúið við og haldið til baka í pitt. Þar lauk minni keppnisþátttöku í þessum frábæra og einum stæðsta viðburði í hardenduro heiminum í dag.
![]() |
Ráslínan |
![]() |
Fyrsta brekkan |
![]() |
Svo áfram upp |
![]() |
Maður var vel drullugur eftir startið |
![]() |
Glímt við Wasserleitung |
Svo tók bara við frágangur og tiltölulega áfallalaust ferðalag heim. Jóni Högna vil ég þakka fyrir hjálpina og sérstaklega fyrir frábæran félagsskap, og svo má ekki gleyma að svona gerir enginn giftur maður nema vel giftur og það skilningsríkri eiginkonu og þakka ég henni óendanlega. Takk.
Wednesday, June 13, 2012
Monday, June 11, 2012
Frábær keppni afstaðin
Það verður ekki annað sagt en að viðburðaríkri helgi sé lokið. Enn eigum við eftir að koma okkur heim á klakann. Ferðasagan kemur síðar.
Tuesday, June 5, 2012
Hamborg
Þá erum við Erzberg fararnir komnir til hamborgar. Eftir að hafa eitt örlitlum tíma í að rúnta um, á sendibíl sem hvergi má leggja, í Hamborg, leigðum við okkur hótelherbergi og slökuðum aðeins á. Dettifoss lagðist að um miðjan dag í dag og vonandi getum við pikkað Hermann upp í bítið í fyrramálið og haldið af stað til Austurríkis.
Monday, June 4, 2012
Ævintýrið hafið
Sunday, June 3, 2012
Sunday, May 27, 2012
Hermann lagður í hann
Þá er Hermann lagður í hann, afhentur eimskipsmönnum í dag og fer hann af stað með Dettifossi þann 31.
Wednesday, May 23, 2012
Kassavanur
Þá er búið að koma Hermanni í kassann, og fer bara nokkuð vel um hann. Nú er í mörg horn að líta, búið að funda með Bjarka á Eimskip og er þetta ekki mikið mál á þeim bænum (enda Bjarki af þeim eðalárgangi '72). Skila til hans á morgun eyðublaði fyrir farartækjaflutning, ná í veðbókarvottorð, koma restinni af gírnum í kassann og fara svo að huga að því að koma öllu saman á vöruafgreiðsluna í bænum.
Tuesday, May 22, 2012
Hermann að verða klár í slaginn
Þá er Hermann að verða klár, ný dekk sett undir í dag, Pirelli Scorpion hardendurodekk frá JHM að sjálfsögðu, tvöföld slanga í að framan, ný keðja, nýtt tannhjól, nýr bensínbarki (loksins kominn í, búinn að eiga hann lengi), ný grip (reyndar búinn að eiga þau lengi líka), nýr main jet og svo var meikaður tug-strap. Svo var að sjálfsögðu sett ný olía. Svo er planið að Koma Hermanni í kassann á morgun og gera klárt fyrir flutning.
AFAM tannhjól og Regina keðja |
Pirelli Scorpion 120/100-18 |
Pirelli Scorpion 80/100-21 |
Progrip 788 Triple density, þessi fengust hjá Sigurjóni þegar hann seldi mótorhjóladót, svo voru lokuðu handhlífarnar fengnar að láni af Húsku |
Nýr bensínbarki |
Home made tug strap, viljandi hafður frekar langur |
Svo var að sjálfsögðu sjænað létt yfir |
Thursday, May 17, 2012
Hard æfing
Team Frændi tók hard æfingu í kvöld og var tekið vel á því. Hirðljósmyndari háaskála mætti á svæðið og smellti nokkrum, það verður gaman og verðmætt að hafa Jón Högna með í Erzberg túrnum í ár. Hér eru nokkrar góðar.
Wednesday, May 16, 2012
Paul Bolton
Ekki eru allir topp hardenduro mennirnir atvinnumenn, Paul Bolton er til dæmis trukkamekki að atvinnu, hann fær að vísu hjól til afnota frá EuroTek KTM og eitthvað smá dótarí frá Alpinestars, en kallinn þarf sjálfur að borga þátttökugjöld í keppnum, ferðakostnað og annað sem til fellur. Þrátt fyrir þetta hefur hann náð á verðlaunapall í nokkrum stórum keppnum, Hér er skemmtilegt viðtal við kappann.
Tuesday, May 15, 2012
Startlistinn tilbúinn
Þá er startlistinn 2012 tilbúinn, 1500 keppendur af 41 þjóðerni og frá 4 heimsálfum. Um 2000 fylgjendur og mörg þúsund áhorfendur. Flestir toppökumenn frá í fyrra eru á listanum, t.d. Jarvis, Lampkin, Knight, Lettenbichler, Galindo, Walker og fleiri góðir, sem sagt rjóminn úr hardenduro heiminum, Taddy verður ekki með í ár vegna endurocross seríunnar í USA, en það er keppni í henni á sama tíma.
Skoða má listann hér:
http://erzbergrodeo.at/en/erzbergrodeo/for_riders/starterlist_2012
Saturday, May 12, 2012
Van Diesel
Wednesday, May 2, 2012
Gasið skverað
Saturday, April 28, 2012
Kassi
Kassinn sem Gasið verður flutt í nánast tilbúinn, aðeins eftir að henda nokkrum skrúfum í þegar hjólið er komið í. Svo verður væntanlega sett með eitthvað tilbehör, verkfæri, standari, svefnpokar og eitthvað drasl.
Thursday, April 19, 2012
Dót
Tannhjólið fyrir prologið |
Góssið |
Friday, March 16, 2012
Beygjur
Kíkti upp á hraun um daginn til að athuga hve slakur ég væri í flötum beygjum, fann fínan stað til að prufa að koma á ferð, bremsa og taka 180° beygju, hreint ekki mjög auðvelt að halda hraða í gegnum svona beygju! En gaman að slípa sig til í tækninni og verður þetta eitthvað sem verður æft meira þegar tími og veður gefst til.
Friday, March 9, 2012
Tips
Ég spjallaði við mann frá Swazilandi í Afríku sem var í Erzberg í fyrra, hann komst ekki upp úr Prologinu og hann sagði mér að það sem þarf að æfa til að ná í gegn eru flatar beygjur, en í Prologinu er ekinn langur vegur upp fjallið með mörgum s.k. hairpin beygjum eða 180 gráðu beygjur og mikilvægt að ná að halda góðri ferð í gegnum þær. Hann sagði mér líka að það væri mikið af hröðum gæjum þarna sem væru svo kannski ekkert sérstaklega góðir í tæknilegum akstri. Hann keppti á lánshjóli með stock gírun eða 48 tennur að aftan, og mælti með að fara kannski í 46 tennur fyrir Prologið en skipta svo aftur í 48 eða 50 fyrir Hare scramble.
Wednesday, March 7, 2012
Tölur og staðreyndir
Tölur og staðreyndir um ERZBERGRODEO
(Tekið af www.erzbergrodeo.at sorry,nennti ekki að þýða)
· 45.000 spectators on 4 days
· 1.500 riders from 35 nations
· 1.000 riders on the waiting list
· 4.000 entourage
· 300 crew members
· 100 Tourguides
· 100 emergency staff (Mountain Rescue Service, Red Cross & paramedics)
· 6 helicopters
· 30 camera operators
· 400 journalists from 28 nations
· Race office & organisation headquarters
· Press- & Media Headquarter
· Special Guest Lounge
· Festival marquee for 4.000 people
· Info-Point for visitors
· Parking area for 10.000 cars & bikes
· Shuttle-Busses for visitors
· Camping sites
· Tourist office in the center of Eisenerz
· 3 rider paddocks
· Family-Paddock
· ERZBERGRODEO-TV: Live broadcast inside the Erzberg-Arena,
· in the festival marquee, media center and Iron Peak area
· Stage truck with 30m2 daylight videowall
· Factory Team presentation and signing hours
· Endurocross racetrack
· Freestyle-MX Zone
· Promotion area for Erzbergrodeo partners
· Extended merchandising area
· Helicopter flights and 4WD-Offroad tours
· Motorcycle adventure-tours (for up to 300 people/day)
· SMS-Messaging at the videowall
· Webcam LIVE-broadcast at www.erzbergrodeo.at
(Tekið af www.erzbergrodeo.at sorry,nennti ekki að þýða)
· 45.000 spectators on 4 days
· 1.500 riders from 35 nations
· 1.000 riders on the waiting list
· 4.000 entourage
· 300 crew members
· 100 Tourguides
· 100 emergency staff (Mountain Rescue Service, Red Cross & paramedics)
· 6 helicopters
· 30 camera operators
· 400 journalists from 28 nations
· Race office & organisation headquarters
· Press- & Media Headquarter
· Special Guest Lounge
· Festival marquee for 4.000 people
· Info-Point for visitors
· Parking area for 10.000 cars & bikes
· Shuttle-Busses for visitors
· Camping sites
· Tourist office in the center of Eisenerz
· 3 rider paddocks
· Family-Paddock
· ERZBERGRODEO-TV: Live broadcast inside the Erzberg-Arena,
· in the festival marquee, media center and Iron Peak area
· Stage truck with 30m2 daylight videowall
· Factory Team presentation and signing hours
· Endurocross racetrack
· Freestyle-MX Zone
· Promotion area for Erzbergrodeo partners
· Extended merchandising area
· Helicopter flights and 4WD-Offroad tours
· Motorcycle adventure-tours (for up to 300 people/day)
· SMS-Messaging at the videowall
· Webcam LIVE-broadcast at www.erzbergrodeo.at
Gestabók
Búinn að setja gestabók á síðuna ( hlekkur efst á síðunni ), endilega skilja eftir komment, eða spurningar ef menn hafa einhverjar. Gaman væri líka að vita hvort einhver af klakanum hefur tekið þátt í þessari keppni, ef þið vitið um einhvern þá endilega að láta vita. Takk fyrir.
Rocket Ride
Að sjalfsögðu skráði maður sig í allann pakkann á Erzberg og þar er byrjað á Rocket Ride. Það var fyrst haldið 2009 og hefur verið mjög vinsælt síðan, yfir 300 ökumenn taka þátt, fyrir framan þúsundir áhorfenda, í þessu magnaða hillclimb Erzberg style! Keppnin snýst um að sigra þriggja hæða brekku á sem skemmstum tíma. Sex ökumenn stilla upp í einu, mx-style á starthliði, þrír fyrstu fara áfram í næstu umferð. Hver ökumaður fær tvær tilraunir til að komast í úrslit, svokallað Superfinal, þar sem 48 fljótustu keppa um bikarinn.
Sunday, March 4, 2012
Saturday, March 3, 2012
Team
Það er að myndast team á þessu, en með mér sem aðstoðarmaður og sérlegur ljósmyndari verður Jón Högni Stefánsson. Ekki er hægt að sleppa því að nefna það að Eimskip ætlar að styðja mig í þessu ævintýri, en þeir ætla að koma Gasinu út og heim aftur, og er Bjarki Guðna svæðisstjóri hjá Eimskip í Eyjum búinn að vera frábær í þeim málum.
Erzberg Rodeo XVIII
Ég og Jón Gísli frændi minn höfum verið að gæla við þá hugmynd að taka þátt í Erzberg Rodeo einhvern tímann. Flestir hjólamenn hafa heyrt um þessa keppni en hún er haldin árlega í Austurríki. Keppnin er svokölluð extreme enduro keppni og er sögð vera erfiðasta einsdags enduro í heimi. Ekki veit ég með það en í fyrra kláruðu 9 manns keppnina af þeim 500 sem hófu leik. Keppnin er í grófum dráttum þannig að ca. 1500 keppendur eru skráðir til leiks ( það er hámarksfjöldi ) og eru keyrðar undanrásir á föstudegi og laugardegi, undanrásirnar eða Iron Road prolog eru keyrðar á rúmlega 13 km. löngum vegi sem hlykkjast upp hið fræga Erzberg fjall. Hver keppandi fær tvær tilraunir, eina á föstudeginum og eina á laugardeginum, 500 bestu tímarnir komast í aðalreisið á sunnudeginum, Red Bull Harescramble, þar hafa menn 4 klukkutíma til að komast í mark. Nú síðasta haust opnaði á skráningu í október og lét ég vaða á þetta og prófaði að skrá mig, ég náði inn og nú er undirbúningur hafinn fyrir þátttöku, ég er búinn að fá send tilheyrandi skjöl í tölvupósti, búinn að fá keppnisnúmer ( 261 ) og búinn að borga keppnisgjöld 297 evrur fyrir allann pakkann, þ.e. undanrásir, aðalkeppni og Rocket Ride sem keyrt er á fimmtudeginum (meira um það síðar). Jón Gísli frændi kemst því miður ekki í ár en hann er staðráðinn í að fara seinna.
Kallinn kominn á startlistann |
Subscribe to:
Posts (Atom)