Þá er Hermann að verða klár, ný dekk sett undir í dag, Pirelli Scorpion hardendurodekk frá JHM að sjálfsögðu, tvöföld slanga í að framan, ný keðja, nýtt tannhjól, nýr bensínbarki (loksins kominn í, búinn að eiga hann lengi), ný grip (reyndar búinn að eiga þau lengi líka), nýr main jet og svo var meikaður tug-strap. Svo var að sjálfsögðu sett ný olía. Svo er planið að Koma Hermanni í kassann á morgun og gera klárt fyrir flutning.
 |
AFAM tannhjól og Regina keðja |
 |
Pirelli Scorpion 120/100-18 |
 |
Pirelli Scorpion 80/100-21 |
 |
Progrip 788 Triple density, þessi fengust hjá Sigurjóni þegar hann seldi mótorhjóladót, svo voru lokuðu handhlífarnar fengnar að láni af Húsku |
 |
Nýr bensínbarki |
 |
Home made tug strap, viljandi hafður frekar langur |
 |
Svo var að sjálfsögðu sjænað létt yfir |
No comments:
Post a Comment