Jæja þá er maður eitthvað byrjaður að ná sér í eitthvað af dótaríi fyrir hjólið, kíkti á Jón Magg um daginn og fékk hjá honum tannhjól fyrir prologið, 46 tennur, ætti að ná eitthvað meiri hraða með því. Eins og er þá toppar gasið í 130 km. hraða, sem er svo sem andskotans nóg, en kannski gott að ná aðeins meiri hraða þannig að maður verði allavega almennilega hræddur!! Tók líka kúplings- og bremsuhandfang til að hafa til vara, og svo var náttúrulega keyptur keppnis dekkjagangurinn, Pirelli Scorpion að sjálfsögðu! Ný keðja og nýtt afturljósa- númeraplötubracket. Eitthvað sér nú á plastinu á greyinu og spurning hvort ekki þurfi að dressa Gasið eitthvað upp? Svo þarf maður nú fljótlega að fara að huga að smíði á kassa fyrir flutninginn.
 |
Tannhjólið fyrir prologið
|
 |
Góssið |